Íris Björk Hreinsdóttir, upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins, kveðst ekki geta sagt nákvæmlega til um það hvenær von sé á afstöðu FME til kaupa Kaupþings á hollenska bankanum NIBC. "Það er verið að vinna í þessu máli og vonandi liggur þetta fyrir fyrr en síðar," segir hún.

Hún segir að kaupin séu stór sem skoða þurfi vel.

Kaupin voru tilkynnt í ágúst á síðasta ári. Kaupverðið jafngildir um 286 milljörðum króna.

Orðrómur hefur verið um að kaupin muni ekki ganga í gegn. Talsmenn Kaupþings hafa vísað þeim vangaveltum á bug.