Gengi hlutabréfa Haga-samstæðunnar rauk upp um 2,17% í tæplega 290 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þetta var langmesta veltan með hlutabréf einstakra félaga á markaði. Gengi bréfa Haga stóð við lok viðskiptadagsins í 18,8 krónum á hlut.

Þá hækkaði gengi bréfa Marel um 0,72%, bréf Regins fóru upp um 0,63% og náðu methæðum á ný, auk þess sem gengi bréfa Icelandair Group hækkaði um 0,57%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,6% og endaði vísitalan í 1.010 stigum.