Bandaríska húsganganverslanakeðjan Pier 1 Imports sem Jákúp Jacobsen, eigandi Rúmfatalagersins, á 9,9% eignarhlut í er sögð í vanda um þessar mundir. Jákúb hefur verið orðaður við frekari hlutafjárkaup en á Dow Jones er sagt að veruleg þröf sé á viðsnúningi og nýrri stefnumörkun í félaginu sem farið hafi halloka fyrir keppinautum á undanförnum mánuðum eins og kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins í dag.

Þá sé nú leitað sé að arftaka his 67 ára gamla Marvins Girouards forstjóra sem nú lætur af störfum eftir 32 ára veru hjá fyrirtækinu.

Jákúp flaggaði 9,9% hlut sínum í Pier 1 í febrúar sem mun hafa verið verðlagt á að meðaltali 10,83 dollara á hlut samkvæmt fréttaskýringu DJ. Lokagengi bréfa Pier 1 daginn áður en Jákúp flaggaði í félaginu var hins vegar 10,94 dalir á hlut. Colin McGranhan, sérfræðingur hjá Bernstein Research, telur að miðað við fyrri kaup Jákúbs megi búast við að hugsanlegt tilboð í félagið geti farið yfir 10 dollara á hlut.

Jákúb hefur ekkert látið hafa eftir sér um frekari kaup í félaginu eftir að forstjóri Pier 1 gaf út tilkynningu um að hann hyggðist draga sig í hlé. Núverandi hluthöfum er hins vegar ráðlagt að halda í eign sína vegna væntinga um að hagur félagsins kunni að batna við hugsanlegt breytt eignarhald.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag