Gengi krónunnar hefur hækkað um 0,64% í dag og kemur veiking hennar greiningaraðilum á óvart.

Einn gjaldeyrismiðlari sagði í samtali við Viðskiptablaðið að veiking um 0,64% væri ekki eftir bókinni þar sem Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 75 punkta í 13% í dag, sem ætti að stuðla að styrkingu hennar.

Veiking krónunnar síðustu mánuði hefur aukið verðbólguþrýsting og reiknar Seðlabankinn nú með því að 2,5% verðbólgumarkmið bankans verði ekki að veruleika fyrr en á síðari hluta ársins 2008.