Erfitt er að etja raunverulegu kappi við Haga á dagvörumarkaði vegna mikilla og hagkvæmra innkaupa þess og sterks efnahags. Þetta er meðal þess sem kemur fram nýju Virðismati IFS greiningar fyrir Haga.

Hagar skiluðu nýverið uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung og nam tekjuvöxtur fyrirtækisins 2,8%. IFS greining spáir því að tekjur Haga hækki meira á síðari fjórðungum ársins, m.a. vegna aukinnar neyslu landsmanna og metfjölda ferðamanna. IFS gerir ráð fyrir 4,8% tekjuvexti á núverandi rekstrarári og 5% á því næsta.

Greiningin hefur endurmetið virði Haga í ljósi nýjustu upplýsinga. Niðurstaðan er sú að réttmætt virði hlutar í Högum sé nú 45,2 kr. Þá er markgengi á hlut eftir ár 48,4 kr. IFS greining mælir því með að fjárfestar haldi bréfum í félaginu