Næsta ríkisstjórn gæti þurft að leita á náðir erlendra lánveitenda til að fjármagna kosningaloforð sín, að því er fram kemur á Bloomberg-fréttaveitunni. Þar er m.a. fjallað um Alþingiskosningarnar um síðustu helgi og stjórnarmyndunarviðræður Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson, formanns Framsóknarflokksins.

Bloomberg segir að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað næstu ríkisstjórn og hafi formenn flokkanna lofað hagvexti, leiðréttingu húsnæðislána og skattalækkunum. Bloomberg bendir á að við kosningaloforðin bætast skuldir fyrirtækja í erlendri mynt á næstu fimm árum, þ.e. að megninu til skuldir Orkuveitu Reykjavíkur og Rarik, og skuldir hins opinbera.

Ítarlega er fjallað um fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabankans í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .