Erlendir ferðamenn sem komu hingað til lands með skemmtiferðaskipu í fyrra eyddu um 1,9 milljörðum króna á meðan dvöl þeirra stóð. Ef meðlimir áhafna skipanna eru taldir með fer upphæðin upp í 2,7 milljarða króna.

Þetta eru niðurstöðu Hafnasambands Íslnds. Samkvæmt henni komu hingað 74 þúsund ferðamenn sjóleiðina í fyrra. Hver þeirra eyddu um 72 evrum í landi árið 2009. Ef miðað er við gengi krónunnar síðasta sumar þá er meðaleyðslan 11.200 krónur.

TVG-Zimsen er umboðsaðili fyrir flest erlend skemmtiferðaskip sem koma hingað til lands. Fyrirtækið sá um að þjónusta skemmtiferðaskip í um 100 viðkomum þeirra í höfnum landsins á árinu. Langflestar viðkomur voru í Reykjavík en einnig voru margar viðkomur á Ísafirði og á Akureyri.

Haft er eftir Birni Einarssyn, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen, að allt stefni í að komum skemmtiferðaskipa hingað til lands muni fjölga á næsta ári og muni það skila sér í auknum gjaldeyristekjum.