Bein fjárfesting (flæði) erlendra aðila á Íslandi nam um 8,4 milljörðum króna á árinu 2009 samanborið við 80,7 milljarða á árinu 2008.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans en bein fjármunaeign (staða) erlendra aðila á Íslandi nam um 1.078,2 milljörðum króna í árslok 2009 samanborið við 1.110,1 milljarða króna í árslok 2008.

Bein fjárfesting (flæði) innlendra aðila erlendis nam 555,1 milljarði króna á árinu 2009 samanborið við -374,0 milljarða króna á árinu 2008. Bein fjármunaeign (staða) innlendra aðila erlendis nam um 873,2 milljörðum króna í árslok 2009 samanborið við um 1.134,0 milljarða króna í árslok 2008.

Fyrirtækjum í beinni erlendri fjárfestingu hefur fækkað á árinu 2009, sem skýrir að hluta breytingar á tölum milli ára að sögn Seðlabankans.