Stjórnvöld ætla ekki að opna í áföngum fyrir fjárfestingar erlendra aðila í orkukgeiranum hér, að sögn Oddnýjar G. Harðardóttur, starfandi iðnaðarráðherra.

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokks, spurði ráðherra að því í óundirbúnum fyrirspurnartíma hvort til stæði að opna fyrir fjárfestingar erlendra aðila í orkugeiranum eins og kveðið er á um í ályktun stækkunarskýrslu Evrópusambandsins fyrir Ísland.

„Ályktunin frá ESB mun ekki hafa áhrif hér. Ekkert mun breytast varðandi eignarhaldið,“ að sögn Oddnýjar.