„Þar sem auðlind sem þessi er talin þjóðarauðlind, þá yrði settur á fót sérstakur auðlindasjóður,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson forseti í viðtali við fréttaveitu Bloomberg í dag. Þetta er í samræmi við niðurstöðu auðlindastefnunefndar forsætisráðherra sem lauk stefnu nú í haust. Þar segir að Alþingi úthluti arði af auðlindum en tekjur af óendurnýjanlegum auðlindum renni í auðlindasjóð svo jafn hlutur kynslóða sé tryggður.

Fjórtán milljarða dollara hagkerfi Íslands mun hagnast ef nokkur olía finnst en efnahagur landsins jafnar sig nú eftir bankahrun þar í landi árið 2008, segir í grein Bloomberg um málið. Þar sem við lítum á þessa auðlind sem þjóðarauðlind, þá verður settur á laggirnar auðlindasjóður fyrir þjóðina