Alls fóru 502 þúsund erlendir gestir frá landinu á árinu 2008 en 2007 voru þeir 485 þúsund talsins.

Aukningin er um 17 þúsund eða 3,5%. Langflestir eða um 94,1% fóru um Leifsstöð, 2,9% um  Reykjavíkur-, Akureyrar eða Egilsstaðaflugvöll og 2,9% með Norrænu um Seyðisfjörð.

Þetta kemur fram á vef Ferðamálastofu en þetta er í fyrsta sinn sem erlendir gestir fara yfir hálfa milljón á einu ári. Farþegar skemmtiferðaskipa eru ekki inn í þessum tölum og koma því til viðbótar.

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð fóru 472.500 erlendir gestir frá landinu um flugvöllinn á árinu 2008, sem er aukning um 13.500 gesti eða 2,9% frá árinu áður. Allar brottfarir erlendra gesta um Leifsstöð eru inni í þessum talningum, þ.m.t.brottfarir erlends vinnuafl.

Sjá nánar á vef Ferðamálastofu.