Erlendur Hjaltason hefur verið ráðinn forstjóri Meiðs ehf. frá 1. september 2004. Erlendur er rekstrarhagfræðingur að mennt og hefur starfað hjá Eimskipafélaginu frá 1985 þar sem hann gegndi lengst af stöðu framkvæmdastjóra utanlandssviðs. Síðasta árið starfaði hann sem framkvæmdastjóri félagsins.

Í frétt frá Meið um ráðningu forstjóra kemur ennfremur fram að heildareignir Meiðs eru um 70 milljarðar. Félagið er stærsti hluthafinn í KB Banka, Bakkavör Group og Medcare Flögu. Meiður er í meirihlutaeigu Bakkabræðra en auk þess eiga KB Banki og nokkrir sparisjóðir hlut í félaginu. Höfuðstöðvar félagsins verða að Tjarnargötu 35.