Mörg þekkt vörumerki eru framleidd undir hatti Ferskra kjötvara ehf. en þar má helst nefna Íslands merki þeirra í margvíslegri kjötframleiðslu, Jóa Fel og Óðals. Fyrirtækið er nú í eigu Haga en innan þess eru allt að 70 starfsmenn sem sinna margvíslegri starfsemi. Að sögn Ingibjörns Sigurbergssonar, framkvæmdastjóra Ferskra kjötvara, leggja þeir mikla áherslu á að neytendur viti hvaðan vörur þeirra koma.

„Við höfum tekið þá ákvörðun frá og með fyrsta degi að þegar við fórum að flytja inn erlent kjöt og nota það í okkar afurðir þá hefur það verið merkt með upprunalandi. Við erum ekki í neinum feluleik með hvaðan vörur okkar koma og merkjum ekki innfluttar vörur okkar án þess að segja nákvæmlega hvaðan þær koma.“ Íslensk framleiðsla er þó í öndvegi hjá fyrirtækinu sem framleiðir nauta-, lamba- og svínakjöt hér á landi.

Ingibjörn nefnir að það gangi í bylgjum hvað Íslendingar borða. „Við erum alltaf opin fyrir nýjungum og reynum eftir ítrasta megni að fylgjast með og bregðast við breytilegum matarvenjum Íslendinga.“ Að því sögðu segist Ingibjörn bjartsýnn á komandi ár í rekstri fyrirtækisins.

Nánar er fjallað um málið í blaðinu 462 framúrskarandi fyrirtæki sem fylgdi Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .