Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, hefur gert Íslendingum og Færeyingjum tilboð í makríldeilunni. Í kvöldfréttum RÚV var haft eftir Damanaki upp úr netútgáfu þýska tímaritsins Spiegel að tilboðið sé rausnarlegt. Um sé að ræða lokatilboð í makríldeilunni sem gildi út vikuna. Spiegel segir Íslendingum standa til boða 12% kvóti á makríl.

Náist ekki samkomulag fyrir lok vikunnar mun Evrópusambandið snúa sér að samningaviðræðum við Noreg og þurfi bæði Íslendingar og Færeyingar að búa sig undir refsiaðgerðir af hálfu ESB. Samkvæmt Spiegel stendur Íslendingum til boða 12 prósenta kvóti, eins og fyrir lá í haust.