Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) er með bandaríska tæknifyrirtækið Apple undir smásjánni þessa dagana en í skoðun er hvort fyrirtækið hafi nýtt markaðsráðandi stöðu sína og beitt bolabrögðum í samkeppni við framleiðendur snjallsíma á evrópskum farsímamarkaði. Breska dagblaðið Financial Times segir í umfjöllun sinni um málið á vef sínum í dag rannsóknin skammt á veg komna og einskorðist hún við sölu á iPhone símum.

Blaðið segir fjarskiptaskiptafyrirtæki innan aðildarríkja Evrópusambandsins hafa sent inn kvörtun vegna viðskiptahátta Apple á farsímamarkaði og það leitt til skoðunar á starfsháttum fyrirtækisins. Þá segir að nú sé verið að skoða stöðu iPhone-síma Apple á evrópskum farsímamarkaði og því hvort fyrirtækið hafi hugsanlega brotið samkeppnislög. Forsvarsmenn Apple segjast engin lög hafa brotið, þvert á móti hafi fyrirtækið unnið í samræmi við lögin.