Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur enn á ný sakað bandaríska hugbúnaðarrisann Microsoft um brot á samkeppnislögum með því að hafa netvafrann Internet Explorer inn í Windows pakkanum svokallaða.

Í nýrri skýrslu sambandsins kemur fram að Microsoft hafi þannig villandi áhrif á val neytenda og brjóti gegn lögum ESB.

Þetta er ekki í fyrsta sem ESB og Microsoft fara járn í járn en ESB hefur í mörg ár sakað Microsoft um brot á samkeppnislögum og ávallt hefur Microsoft neitað ásökunum. Í fyrr sektaði ESB Microsoft um tæpar 900 milljónir evra.

Í skýrslu ESB kemur fram að aðrir netvafrar eigi litla möguleika gegn Internet Explorer þar sem Windows stýrikerfið sé það útbreitt meðal notenda. Þá kemur fram að ESB íhuga nú næstu skref og útilokar ekki að fara með málið fyrir dómsstóla.

Microsoft hefur nú átta vikur til að svara skýrslu ESB. Ónafngreindur talsmaður Microsoft segir þó í samtali við BBC að Microsoft reiði sig ekki lengur á Windows stýrikerfið það sem sala og leikjatölvunni X-box og hugbúnaður henni tengdur sé nú helsta tekjulind félagsins.