Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) sektaði í gær fjóra lyftu- og rúllustigaframleiðendur um samtals 992 milljónir evra fyrir verðsamráð. Sektin er sú hæsta sem samkeppnisyfirvöld ESB hafa nokkurn tíma lagt á fyrirtæki og endurspeglar þá auknu áherslu sem lögð er á að hindra verðsamráð markaðsráðandi fyrirækja.

Framkvæmdastjórnin hóf rannsókn sína á lyftuframleiðendaiðnaðinum árið 2004 og leiddi hún í ljós að fjögur fyrirtæki höfðu haft með sér verðsamráð og hagrætt útboðum í Belgíu, Þýskalandi, Hollandi og Lúxemborg á árunum 1995 og 2004.