„Það má ekki  undir neinum kringumstæðum gerast að flugstjóri þyrlu þurfi að hika við að fara í björgunarflug ef veðuraðstæður leyfa vegna þess að hann hafi ekki back-up frá annarri þyrlu,” segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna í samtali við Viðskiptablaðið um fyrirhugaðar uppsagnir þyrluflugmanna hjá Landhelgisgæslunni.

Eins og fram hefur komið hér á vef Viðskiptablaðsins hefur Landhelgisgæslan sagt upp þremur þyrluflugmönnum til að mæta auknum rekstrarkostnaði en það getur leitt til þess að ekki verði hægt að halda úti tveimur þyrluáhöfnum á vakt hverju sinni.

„Þetta eru mikil ótíðindi ef rétt reynist. Ég trúi þessu varla. Menn mega alls ekki koma sér í þessa stöðu. Björgunarþyrlurnar eru þau tæki sem við treystum langmest á þegar óhöpp verða,” segir Friðrik.

Sjá nánar í tengdum fréttum hér að neðan.