Eva Magnúsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ragnhneiðar Elínar Árnadóttur, Iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Eva er með MBA gráðu í viðskiptafræði og stjórnun auk diplóma í hagnýtri fjölmiðlun og BA gráðu í þjóðháttafræði og leikhús- og bókmenntafræðum.

Eva hefur starfað sem stjórnendaráðgjafi og framkvæmdastjóri en síðustu tvö ár hefur hún rekið ráðgjafafyrirtækið Podium ehf, en áður starfið hún í framkvæmdastjórn Mílu ehf., var forstöðumaður almannatengsla og talsmaður Símans. Einnig hefur hún sinnt blaðamennsku og kennslu. Hún hefur störf í dag.