Evran veiktist gagnvart dollaranum eftir að Írar höfnuðu Lissabonsáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Evran kostar nú 1,5301 dollara og 0,7888 sterlingspund.

Þrátt fyrir synjun úrslit kosninganna í Írlandi telur Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandins, að enn væru forsendur fyrir því að tala fyrir sáttmálanum í öðrum aðildarlöndum.

Evran veiktist einnig eftir að Frakkar höfnuðu stjórnarskrá Evrópusambandins í þjóðaratkvæðagreiðslu á árinu 2005. Sérfræðingar sem BBC ræðir við telja að frekari veikingar megi vænta á gengi evrunnar á næstu dögum eða vikum.

Evran hefur styrkst nokkuð að undanförnu sökum væntinga fjárfesta um að evrópski seðlabankinn muni hækka vexti. Verðbólguþrýsingur er talsverður á evrusvæðinu, en neysluverð hefur til að mynda hækkað um 3% á Þýskalandi milli ára samkvæmt nýjum tölum.