FTSE 100 vísitalan lækkaði um 0,33% og lauk í 6.140. BP og Royal Dutch Shell lækkuðu bæði eftir að hráolíufatið lækkaði í viðskiptum dagsins. Cairn Energy hækkaði um 2,7%.

Franska vísitalan CAC-40 lækkaði um 0,51% og lauk í 5.424,86. Air France-KLM lækkaði um 6,5%, en uppgjör flugfélagsins var undir væntingum og staðfesti flugfélagið á hluthafafundi að viðræður væru hafnar við ítalska flugfélagið Alitalia, sem hefur átt í nokkrum fjárhagskröggum að undanförnu, Alitalia hækkaði hinsvegar um 2,9% í kauphöllinni í Mílan. Drykkjavöruframleiðandinn Remy Cointreay hækkaði um 3,4% og hefur fyrirtækið hefur ekki verið hærra í tíu ár, en Remy sleit dreifingarsamningi sínum við Maxxium og mun byggja upp sitt eigið dreifingarnet.

Dow Jones Stoxx 600 vísitalan lækkaði um 0,73% og lauk í 355,07.

Þýska vísitalan DAX Xetra 30 var óbreytt og lauk í 6.476,12.

Norræna vísitalan OMXN40 hækkaði um 0,1% og lauk í 1181,60.

OBX lækkaði um 0,9% og lauk í 347,36. Statoil lækkaði um 1,9%.