FTSE 100 vísitalan lækkaði um 0,7% og lauk í 6.269,30. British Airways lækkaði um 2,5% í kjölfar tilkynningar um að meðlimir stéttarfélags hjá flugfélaginu muni leggja niður störf í 48 tíma þann 30. janúar næstkomandi.

Franska vísitalan CAC-40 lækkaði um 0,5% og lauk í 5609,2. Pernod Ricard hækkaði um 6,1% og Essilor um 3,4%. Lagardere lækkaði um 4,6%.

Þýska vísitalan DAX Xetra 30 lækkaði um 0,4% og lauk í 6719,58. Siemens hækkaði um 6%, en fyrirtækið birti í dag uppgjör fyrsta ársfjórðungs, sem reyndist jákvætt. Lufthansa lækkaði um 5,6%.

Norræna vísitalan OMXN40 hækkaði um 1% og lauk í 1247,87. Ársfjórðungsuppjör Nokia og Hennes og Mauritz voru jákvæð og hækkuðu fyrirtækin um 5% og 6,4%. Volvo hækkaði um 1,4% og Scania lækkaði um 1,3%.

Norska vísitalan OBX lækkaði um 1% og lauk í 383,11. Pertra hækkaði um 5,7%, Rocksource um 2,9% og Global Geo Services um 2,9%. Statoil lækkaði um 0,8% og Hydro um 0,4%.