Evrópsk hlutabréf lækkuðu mikið í dag. Fréttir um að ekki hafi náðst niðurstaða í skuldamálum Grikklands og alvarleg staða fransk-belgíska Dexia bankans höfðu mikil áhrif. Bankinn lækkaði um 22,5% og hafði stuðningsyfirlýsing ríkisstjórna Belgíu og Frakklands lítil áhrif á hlutabréfaverð.

Gríska vísitalan ASE lækkaði um 6,28% í dag. Mest lækkuðu hlutabréf Diagnostica Thera, félags sem rekur m.a. spítala, sem lækkuðu um 19,23%. Næst komu bréf Piraeus bankans, sem lækkuu um 18,18% og National Bank of Greece SA sem lækkaði um 14,12%.

Sænska OMX vísitalan lækkaði um 3,96% en Nordea bankinn lækkaði um 6,5%.

Norska OSE vísitalan lækkaði um 3,23%. Meðal þeirra félaga sem lækkaði hvað mest var Norwegian Air, um 9,05%.

Þýska Dax vísitalan lækkaði um 2,98%.  Cac í París lækkaði um 2,61% og FTSE lækkaði um 2,58%. Barclays bankinn lækkaði um 7,62%.

Gríski bankinn National Bank of Greece S.A.
Gríski bankinn National Bank of Greece S.A.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)