Evrópsk hlutabréf hafa hækkað töluvert í morgun. Kemur hækkunin í kjölfar mikilla hækkana á Wall Street í gær, en Seðlabankin Bandaríkjanna tilkynnti að hann muni halda vöxtum lágum næstu tvö árin til að koma hjólum efnahagslífsins á meiri snúning.

Mestar hækkanir hafa verið í Þýskalandi og Noregi. Dax vísitalan þýska hefur hækkað um 2,23% og OSEBX í Noregi um 3,43%.

FTSE í London hefur hækkað um 1,38%, CAC í París um 1,15%, MIB í Mílanó um 0,48% og IBEX35 í Madríd um 1,03%.