Lokadagur kosninga til Evrópuþings er í dag en atkvæðarétt hafa um 350 milljón manns í 28 löndum Evrópusambandsins. Kjósendur í Írlandi, Kýpur, Möltu, Slóvakíu, Tékklandi, Bretlandi og Hollandi hafa þegar skilað atkvæðum sínum en búist er við niðurstöðum kosninganna í kvöld.

Samkvæmt frétt Financial Times um kosninguna er gert ráð fyrir slæmri kjörsókn og þykir líklegt að flokkar andsnúnir Evrópusambandinu, líkt og Ukip í Bretlandi, hljóti gott fylgi. Engu að síður er því spáð að kristilegir demókrataflokkar hægra megin við miðju verði sigurvegarar kosninganna.