Dow Jones Stoxx 600 hækkaði um 0,6% og lauk í 358,47. Corus Group hækkaði um 5,5% í kjölfar þess að yfirtökuboð frá CSN barst í dag, sem er 3% hærra en útistandandi boð Tata Group. Aðrir stálframleiðendur hækkuðu einnig í kjölfarið, ThyssenKrupp frá Þýskalandi hækkaði um 1,5% og Acerinox frá Spáni um 2,5%.

Prudential hækkaði um 1,2%, en tryggingarfélaginu staðfesti í dag að fyrirtækinu hafi borist tilboð í internet-bankastarfsemi fyrirtækisins, Egg, en tilboðinu var hafnað.

DAX Xetra 30 vísitalan hækkaði um 0,7% og lauk í 6.469,42.

CAC-40 vísitalan hækkaði um 0,8% og lauk í 5.427,56.

FTSE 100 vísitalan hækkaði um 0,1% og lauk í 6.159,80.

OMXN40 hækkaði um 1% og lauk í 1178,68, Vestas hækkaði um 5,1%.

OBX hækkaði um 0,3% og lauk í 349,66, Statoil lækkaði um 1,2%.