Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu er rauðar skömmu eftir opnun markaða, þegar rennt er yfir stöðuna á Euroland.

Danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 0,8%, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 2,3% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 0,2%.

Uppgjör Microsoft og Merril Lynch var undir væntingum, að því er Christian Svendsen hjá  Saxo Bank segir við Dow Jones fréttaveituna og hefur það neikvæð áhrif á markaði.