Evrópskar hlutabréfavísitölur lækkuðu í dag eftir að ávöxtunarkrafa á ítölsk ríkisskuldabréf hækkaði í þriggja milljarða evra skuldabréfaútboði í dag. Í upphafi dags hækkuðu evrópsku vísitölurnar eftir að nýr forsætisráðherra Ítalíu, Mario Monti, tók við embætti, en hans hlutverk er að koma ríkisfjármálum á Ítalíu í samt horf. Dræm viðbrögð fjárfesta við skuldabréfaútgáfunni slógu á þá bjartsýni.

Breska FTSE vísitalan lækkaði um 0,47% í dag, þýska DAX vísitalan um 1,19% og franska CAC vísitalan um 1,28%. Samnorræna OMX Nordic 40 vísitalan lækkaði um 1,24%, sænska vísitalan um 1,39% og finnska vísitalan um 1,26%. Hins vegar hækkaði danska hlutabréfavísitalan um 0,66% í dag.