Evrópski seðlabankinn hefur gripið til aðgerða í kjölfar lækkunar lánshæfismats Ítalíu. Bankinn hefur keypt umtalsvert af skuldabréfum ítalska ríkisins samkvæmt Wall Street Journal. Markmiðið með kaupunum er að halda niðri álaginu á Ítalíu þar sem fjárfestar krefjast hærri ávöxtunarkröfu í kjölfar verra lánshæfismats.

Evrópski seðlabankinn hefur verið að styðja við markaði með ítölsk og spænsk ríkisskuldabréf til að koma í veg fyrir að lántökukostnaður þessara ríkja rjúki upp úr öllu valdi.