Evrópski Seðlabankinn lækkaði stýrivexti úr 0,5% í 0,25 prósent í dag. Fréttastofa BBC segir að þessi ákvörðun hafi komið mörgum sérfræðingum á markaði á óvart. Stýrivextir á evrusvæðinu hafa aldrei verið lægri.

Verðbólgustigið að undanförnu og slakinn á markaðnum á evrusvæðinu hefur valdið mörgum hugarangri og eru margir sem búast við því að seðlabankinn þurfi að grípa til frekari ráðstafana.

Verðbólgan á evrusvæðinu var 0,7% í október. Það er minnsta verðbólga sem mælst hefur síðan í janúar 2010.