Við ætlum að verja fyrri hluta þáttarins í dag í það að velta fyrir okkur þróun mála í Evrópu en óhætt er að segja að mikið hafi verið að gerast hjá Evrópusambandinu undanfarið. Í þáttinn kemur Andrés Pétursson, formaður íslensku Evrópusamtakanna, sem er öllum hnútum kunnugur. Hvað er að gerast hjá Norðmönnum, er enn einu sinni að koma til atkvæðagreiðslu þar og þá virðast Danir vera orðnir áhugasamari um evruna en áður. Hvernig gengur aðlögun nýrra ríkja í Evrópusambandið?

Að því loknu heyrum við í Halli Magnússyni sviðsstjóra Þróunar og almannatengslasviðs Íbúðalánasjós en sjóðurinn var að lækka íbúðasjóðslán niður í 4,15% vexti.