Þing Evrópusambandsins, Evrópuþingið, birti nýja auglýsingu á dögunum um ástæður fjármálakreppunnar.

Eins og sjá má í auglýsingunni fer ekki milli mála að skoðun þingsins er sú að rót vandans og ábyrgð liggi ekki hjá Evrópusambandinu og stofnunum þess, s.s. eins og Evrópska seðlabankanum, heldur hjá aðildarríkjunum.

Þingið segir að aðildarríkin hafi  farið á svig við reglur fjármálamarkaðsins en stofnanir ESB hafi reynt að stöðva það.

Þingið telur lausnina á vandanum vera aukinn samruni og miðlægt eftirlit.