Evrópusambandið verður að leyfa einstökum ríkjum að fara í þrot í stað þess að halda þeim á floti með kaupum á ríkisskuldabréfum. Þetta er mat Jens Weidman, seðlabankastjóra Þýskalands og stjórnarmanns hjá evrópska seðlabankanum

Hann styður niðurskurðaráætlanir ESB-ríkjanna og segist telja að aðhald geti aukið hagvöxt, aukið bjartsýni og leitt til vaxtalækkunar. Á hinn bóginn telur hann hátt skuldahlutfall ESB-ríkjanna hamla hagvexti.

Breska dagblaðið Guardian segir Weidman að ákveðin áhætta geti falist í kaupum evrópska seðlabankans á skuldabréfum evruríkja og eigi enn eftir að koma í ljóst hvort uppkaupin á eftirmarkaði geti dregið úr þeirri áhættu sem þau smita út frá sér í fjármálakerfið á meginlandi Evrópu.