Exista-samstæðan tapaði 241,9 milljörðum króna á árinu 2009. Það tap kemur til viðbótar við þá 206,3 milljarða króna sem hún tapaði á árinu 2008 og því nemur samanlagt tap Existu á þessum tveimur árum 448,2 milljörðum króna frá bankahruni.

Langstærsti hluti taps Existu á síðasta ári er tilkominn vegna 133 milljarða króna niðurfærslu á gjaldeyrisskiptasamningum samstæðunnar við Kaupþing og Glitni.

Þetta kemur fram í nyìbirtum ársreikningi Existu fyrir árið 2009.

Kröfuhafar eiga Existu

Kröfuhafar Existu breyttu um 10% af um 400 milljarða króna kröfum sínum í hlutafé í október síðastliðnum eftir að nauðasamningur félagsins hafði verið staðfestur. Í kjölfarið tóku þeir yfir stjórn félagsins. Helstu eignir Existu eru Skipti (móðurfélag Símans), Lyìsing og VÍS.

Exista var áður eigu bræðranna Ágústs og Lyìðs Guðmundssona. Stærstu innlendu hluthafar Existu eru í dag Arion banki, skilanefndir og lífeyrissjóðir. Auk þeirra eiga 27 alþjóðlegir bankar hlut.

Kröfuhafarnir vonast til að fá 7% til 52% endurheimtir af eftirstandandi kröfum sínum samkvæmt nauðasamningnum. Viðmælendur Viðskiptablaðsins úr kröfuhafahópnum telja þó mjög ósennilegt að slíkar endurheimtur náist.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .