Héraðsdómur Vestfjarða hefur úrskurðað Eyrarodda hf. gjaldþrota eftir að stjórn fyrirtækisins og umsjónarmaður nauðasamninga félagsins lögð fram beiðni þess efnis fyrir dómara í gær.

Fjallað er um gjaldþrotið á vef Fiskifrétta .

Undanfarið hefur stjórn Eyrarodda unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins í samvinnu við kröfuhafa þess. Niðurstaða þeirra viðræðna var sú að nauðasamningur fyrir félagið var samþykktur en ekki tókst að útvega nægt fjármagn til að halda áfram rekstri og mæta áföllnum skuldbindingum.