Fjárfestingarfélagið F-13 ehf. tapaði rúmum 55 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins. Er þetta umtalsvert meira tap en árið áður þegar félagið tapaði rúmum 28,2 milljónum króna. Félagið er í eigu Péturs Kristjáns Þorgrímssonar, Kristjáns Elvars Guðlaugssonar, Guðnýjar Helgadóttur og Friðjóns Arnar Hólmbertssonar.

Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins rétt tæpum 361 milljónum króna og var bókfært eigið fé í árslok neikvætt um rúmar 96 milljónir. Ein stærsta eign félagsins er 17% hlutur í Ölgerðinni en það félag tapaði átta milljónum króna fyrir tekjuskatt á síðasta ári, samanborið við hagnað árið áður upp á 318 milljónir króna.