Frosti Bergsson
Frosti Bergsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Við fórum inn sem fjárfestar árið 2005 og sem slíkir þurfa menn að horfa á útgöngu,“ segir Frosti Bergsson, stjórnarmaður og einn hluthafa félagsins Invent Farma.

Félagið hefur síðastliðin átta ár rekið tvær verksmiðjur sem framleiða samheitalyf á Spáni. Framtakssjóðurinn tilkynnti í vikunni að búið væri að skrifa undir samning um kaup á 60% hlut í félaginu. Í Viðskiptablaðinu sagði svo að kaupverðið væri um 60 milljónir evra, í kringum 10 milljarða króna. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er verðið fyrir 1% hlut í félaginu um 150-160 milljónir króna.

Íslenskir hluthafar fá greitt í krónum en þeir erlendu í evrum. Ekki allir hluthafarnir selja hlut sinn í félaginu. T.d. mun Friðrik Steinn Kristjánsson, sem leiddi hóp fjárfesta í kaupum á Invent Farma, ekki selja rúman 30% hlut sinn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .