Bílasalan bíll.s fær ekki einkarétt á að nota orðið bíll þar sem orðið er of almennt, lýsandi og skorti nauðsynleg sérkenni að mati Neytendastofu til að það geti notið verndar gegn því að keppinautar noti sama eða líkt orð. Þetta kemur fram í úrskurði Neytendastofu en bílasalan kvartaði undan því að keppinautar notuðu lénin ibill.is og ibíll.is.

Eins og kemur fram í úrskurði Neytendastofu þá snéri kvörtunin að því að bíll.is eigi skráð lénið bill.is auk þess sem bílasalan hafi frá stofnun, árið 1998, verið rekin undir heitinu bíll.is. Notkun keppinautar á lénunum ibill.is og ibíll.is valdi ruglingi og því var farið fram á að Neytendastofa bannaði notkun þeirra.