Verkalýðshreyfing starfsmanna Volkswagen í Þýskalandi hafa náð sínu fram og hætt verður að senda tölvupósta á vegum fyrirtækisins utan vinnutíma starfsmanna. Nokkuð var um að starfsmenn kvörtuðu undan að skil milli vinnunnar og einkalífs væru orðin óljós.

BBC greinir frá málinu á viðskiptavef sínum. Yfirmenn fá þó enn senda tölvupósta allan sólarhringinn. Bann annarra starfsmanna hefst hálftíma eftir að þeir ljúka við vakt og lýkur hálftíma áður en hún hefst.