Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 er ekki reiknað með því að breytingar verði gerðar á tryggingagjaldinu sem leggst á fyrirtæki. Að mati Félags atvinnurekenda eru þetta mikil vonbrigði fyrir atvinnulífið.

Tryggingagjaldið var lækkað á síðasta kjörtímabili um 0,84% – þó er það langt frá því að vera í sömu horfum og fyrir hrun. Hæst varð tryggingagjaldið 8,65% árið 2010, en skatturinn stendur nú í 6,85%.