Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook sem rekur samnefndan samfélagsmiðil er sagt hafa keypt sprotafyrirtækið SportsStream. Hugbúnaður SportsStream gerir fólki með áhuga á ýmsum íþróttum kleift að spjalla um sport og fá fréttir úr hinum ýmsu greinum á fréttastraumi (e. feed) í rauntíma auk annarra möguleika.

SportsStream var sett á laggirnar í júní í fyrra. Á meðal fjárfesta félagsins er bandaríski milljarðamæringurinn og Íslandsvinurinn Paul Allen, sem stofnaði Microsoft með Bill Gates á sínum tíma. Í kjölfar kaupanna mun starfsfólk SportsStream flytja sig yfir í höfuðstöðvar Facebook.

Breska fréttastofan Sky og fleiri segja að með kaupunum sé Facebook að dempa sér í samkeppni við ýmis fyrirtæki, einna helst Twitter.