Undirbúningur fyrir komu Facebook á almennan markað hófst formlega í dag. Húsfyllir var á Sheraton hótelinu í Manhattan þar sem vegferðin var hafin og náði röð væntanlegra fjárfesta langleiðina í kringum húsið ef marka má frétt Reuters um málið.

Mark Zuckerberg, stofnandi og framkvæmdastjóri samskiptasíðunnar vinsælu, hélt upptæknum hætti og storkaði prúðbúnu viðskiptafólki með því að klæðast sínum hefðbundnu gallabuxum og bol. Á kynningunni í dag fór Zuckerberg yfir 10 milljarða dollara útboðslýsingu fyrirtækisins. Ef áætlanir ganga eftir mun fyrirtækið slá verðmet meðal sambærilegra fyrirtækja, þ.e. fyrirtækja sem rekja rætur sínar í hinn svokallað Sílíkondal, þegar opnað verður fyrir viðskipti með hlutabréf fyrirtækisins.

Þá mun virði Facebook verða svipað og markaðsvirði internetrisans Amazon þegar viðskipti hefjast, gangi allt upp. Efasemdaraddir segja að fjárfestar verði meira hikandi en Zuckerberg vill meina. Þeir segja fjárfesta efast um framtíðarvaxtamöguleika Facebook auk þess sem ýmsir séu hikandi yfir áframhaldandi meirihlutastjórn Zuckerberg í fyrirtækinu.