Færeyska fiskiskipið Athena stendur í ljósum logum inni á Skálafirði í Færeyjum. Enginn slys hafa orðið á mönnum. Eldsins varð var í gærkvöldi en slökkvilið hefur ekki getað komist um borð í skipið enn, að því er segir í frétt á vef færeyska útvarpsins. Af þeim sökum er ekki vitað um eldsupptök.

Þess má geta að Athena komst í heimsfréttirnar í október síðastliðnum þegar eldur kviknaði í skipinu vestur af Frakklandi. Þá voru 111 manns um borð og bjargaði nærstatt flutningaskip 98 mönnum úr björgunarbátum. Enginn slasaðist heldur þá. Fiskifréttir segja frá.