Alma í­búða­fé­lag segir að frum­varp Sigurðar Inga Jóhanns­sonar inn­viða­ráð­herra um breytingar á húsa­leigu­lögum sé til þess fallið að draga úr samnings­frelsi aðila á leigu­markaði.

Að mati félagsins sé afar slæmt fyrir leigumarkaðinn að leggja ofuráherslu á að sögu­legt leigu­verð sé rétta leigu­verðið á nýjum samningum.

Frum­varpið er byggt á til­lögum starfs­hóps ráð­herra en megin­á­herslur þess eru sagðar vera að stuðla að lang­tíma­leigu, auka fyrir­sjáan­leika um leigu­verð, koma á fót al­mennri skráningar­skyldu og efla kæru­nefnd hús­næðis­mála.

Í um­sögn Ölmu segir að það sé vissu­lega að finna göfug mark­mið í laga­frum­varpinu en fé­lagið setur þá var­nagla við ýmis at­riði.

„Síðustu fjögur árin hefur verið nokkuð ó­jafn­vægi á fast­eigna­markaði sem hefur komið fram bæði í leigu­verði og fast­eigna­verði. Það ætti ekki að koma neinum á ó­vart að fast­eigna­markaður sé sveiflu­kenndur því það tekur að lág­marki 3-4 ár að skipu­leggja, hanna og byggja fjöl­býlis­hús en eftir­spurn eftir í­búðar­hús­næði er yfir­leitt miklu kvikari að breytast,” segir í um­sögn Ölmu sem Gunnar Þór Gíslason stjórnarformaður er skrifaður fyrir.

Segir fé­lagið að þótt til skemmri tíma fari leigu­verð eftir sam­spili fram­boðs og eftir­spurnar hlýtur það að vera ó­um­deilt að til lengri tíma verður leigu­verð að endur­spegla fast­eigna­verð, vaxta­stig og rekstrar­kostnað hús­næðis.

Ef leigu­verð að frá­dregnum rekstrar­kostnaði stendur til lengri tíma ekki undir eðli­legum vöxtum af markaðs­virði hús­næðisins sem leigt er þá mun fram­boð leigu­hús­næðis á al­mennum markaði ein­fald­lega dragast saman, að mati fé­lagsins.

„For­ræðis­hyggjan svífur yfir vötnum”

Segir Alma þetta sjást skýrt í á­kvörðun Heimsta­den, stærsta í­búða­leigu­fé­lagsins, að hætta starf­semi á Ís­landi.

Það sem aðal­lega ein­kennir þó frum­varpið að mati Ölmu er við­leitni til að draga úr samnings­frelsi aðila á leigu­markaði.

„Skerðing á samnings­frelsi kemur m. a. fram í að banna verð­tryggingu á tíma­bundnum leigu­samningum til 12 mánaða eða skemmri tíma og þá ofur­á­herslu á að sögu­legt leigu­verð sé rétta leigu­verðið á nýjum samningum. Frum­varpið er í raun að færa á­kvörðun leigu­verðs úr höndum leigu­taka og leigu­sala yfir til þriggja manna kæru­nefndar húsa­mála,” segir í um­sögn Ölmu.

„For­ræðis­hyggjan svífur einnig yfir vötnum í öðrum á­kvæðum s.s. laga­skyldu til að nota eyðu­blöð frá HMS í sam­skiptum milli leigu­sala og leigu­taka. Það er ekki laust við að upp vakni hug­hrif um austur­þýska em­bættis­menn með gúmmístimpla á lofti. Það er sorg­legt að þurfa að minna á það árið 2024 að skerðing á samnings­frelsi myndar frekara ó­jafn­vægi á markaði,” segir þar enn frekar.

Hægt er að lesa um­sögn Ölmu hér.