*

mánudagur, 19. apríl 2021
Innlent 17. desember 2020 08:12

Færri kaupsamningar og minni velta

Kaupsamningum fækkaði um 24% í samanburði við mánuðinn á undan og velta lækkaði um 22,3%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fjöldi fasteigna sem gekk kaupum og sölum á landinu öllu í nóvember var 1.114 talsins og var upphæð viðskiptanna um 55 milljarðar króna þegar miðað er við útgáfudagsetningu. Þetta kemur fram í frétt Þjóðskrár, sem tekur saman upplýsingar um veltu á fasteignamarkaði eftir landshlutum í nóvember 2020 samkvæmt þinglýstum gögnum.  

„Þegar nóvember 2020 er borinn saman við október 2020 fækkar kaupsamningum um 24,0% og velta lækkar um 22,3%. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði samningum um 29,2% á milli mánaða og velta lækkaði um 28,9%,“ segir jafnframt í frétt Þjóðskrár.