Eva Lauf­ey Kjaran He­manns­dóttir, markaðs- og upp­lifunar­stjóri Hag­kaups, segir efnis­sköpun skipta mestu máli þegar það kemur að því að fara í sam­starf með á­hrifa­völdum. Að hennar mati geta á­hrifa­valdar verið góð leið til kynna nýjar vörur svo dæmi séu tekin en Hag­kaup setur þó enn mestan þunga í hefð bundnara markaðs­starf.

Eva Lauf­ey tók við sem markaðs- og upp­lifunar­stjóri Hag­kaups árið 2022 en sem hluti af stefnu fé­lagsins að bæta upp­lifun við­skipta­vina en hún situr einnig í fram­kvæmda­stjórn Hag­kaups. Spurð um hvað felst í hennar dag­legu störfum segir Eva Lauf­ey starfið mjög fjöl­breytt.

„Mitt starf felst í því að stýra markaðs­starfi fé­lagsins, að setja stefnuna, leiða teymið í þá átt sem við ætlum okkur og halda utan um þá á­ætlun. Það er fjöl­margt sem felst í þessu starfi, enginn einn dagur eins sem gerir starfið enn skemmti­legra. Al­mennt markaðs­starf, halda utan um plön, birtingar­á­ætlanir, sam­skipti við markaðs­stofur auk þess að vera statt og stöðugt að finna leiðir til að bæta upp­lifun við­skipta­vina á­samt því að sam­ræma að upp­lifun þeirra sé sú sama hvort sem það er í verslun eða á vefnum,“ segir Eva Lauf­ey sem situr jafn­framt í fram­kvæmda­stjórn Hag­kaups.

Eva Lauf­ey hefur víð­tæka reynslu af fjöl­miðlun og markaðs­málum en hún var dag­skrár­gerðar­maður á Stöð 2 í næstum ára­tug.

Nánar er fjallað um málið í SVÞ blaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast viðtalið við Evu Laufeyju í heild sinni hér.