Til undantekninga heyrir í löndum Evrópusambandsins að hótelgisting og önnur gistiþjónusta greiði fullan virðisaukaskatt, eins og fjármálaráðherra vill að íslensk gistihús geri. Af tuttugu og sjö ESB-ríkjum innheimta fjögur fullan virðisaukaskatt af þessari þjónustu, þ.e. Danmörk, Litháen, Slóvakía og Bretland. Í hinum 23 ríkjunum er töluvert lægri skattur lagður á gistiþjónustu en á almenn viðskipti og þjónustu.

Meðalvirðisaukaskattur í ESB er 20,9% en meðalvirðisaukaskattur á gistiþjónustu er um helmingi lægri, eða um 10,7%. Hér á landi er venjulegur virðisaukaskattur 25,5% en lægri skattprósenta er innheimt af afmörkuðum vörum og þjónustu og nemur hún 7%. Hingað til hefur gistiþjónusta á Íslandi verið í þessum hópi en nú hefur Oddný Harð- ardóttir fjármálaráðherra sagst vilja afnema þessa undanþágu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.