Innstig í vagna strætó við Háskólann í Reykjavík voru 158 á hverjum degi en útstig 175 við síðustu talningu Strætó. Nemendur skólans eru um þrjú þúsund, auk kennara og annars starfsfólks. Í nýrri skýrslu Strætó Bs segir að athyglisvert sé hversu fáir nýti strætó við HR. Miðað við fyrri talningar hafi flutningur HR  úr Ofanleiti haft lítil áhrif haft á nýtingu strætisvagna á Kringlusvæðinu.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Nú ekur einn vagn á hálftíma fresti að HR en fyrir ári voru þeir tveir sem komu við á kortersfresti. Framkvæmdastjóri Strætó Bs segir að ekki hafi verið rýnt nákvæmlega hvers vegna notkun sé svo lítil á leiðum til skólans en nefnir að kannski dugi að sjá bílastæðin við skólann. Þau séu um þúsund talsins, oft smekkfull.