Fanney Karlsdóttir hefur verið ráðin til að leiða samfélagsábyrgð hjá Símanum. Hún hefur áður starfað sem sviðsstjóri á landsskrifstofu Rauða krossins á Íslandi og á Global Compact skrifstofu Sameinuðu þjóðanna þar sem hún sinnti verkefnum sem tengjast samfélagsábyrgð fyrirtækja og samstarfi einkageirans við Sameinuðu þjóðirnar.

Þá var hún verkefnisstjóri við stofnun Festu, þekkingarseturs um samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi. Fanney, sem kemur til Símans að loknu fæðingarorlofi á nýju ári, er með MA-gráðu í alþjóðasamskiptum frá University of Queensland og BA í mannfræði frá Háskóla Íslands.