Warren Buffet, einn allra þekktasti einkafjárfestir heims, segir  í samtali við CNBC um helgina að húsnæðislánveitendurnir Fannie Mae og Freddie Mac eigi í það miklum vandræðum að þeim sé ekki viðbjargangi: „Þetta er búið spil,” segir hann.

Buffet segir að hluthafar í félögunum geti vænst þess að hlutir þeirra þurrkist út á næstum dögum, þar sem fjármögnunarþörf félaganna er of mikil til að einkaaðilar treysti sér til að mæta henna: „Félögin er augljóslega hjálparþurfi. Sú hjálp sem þeir þurfa er svo umfangsmikil að ég efast um að nokkur einkaaðili geti veitt hana,” segir Buffet.

Fannie og Freddie eiga samtals 5.000 milljarða dollara af útistandandi húsnæðislánum.

Fjármögnunarþörf þeirra er um 225 milljarðar dollar fyrir septemberlok. Útlitið er nokkuð svart fyrir félögin, þar sem þau þurftu að greiða sögulega háa vexti af skuldabréfum sem voru boðin út af þeim um daginn – og það í tiltölulega litlu útboði.